HARPA ÚTFARARSTOFA

HARPA útfararstofa opnaði í ársbyrjun 2014.
Stofan er til húsa í Kirkjulundi 19 Garðabæ.

VIÐ HJÁLPUM

Við hjálpum aðstandendum við að skipuleggja og hafa umsjón
með öllu sem útförinni fylgir, með natni og umhyggju að leiðarljósi.

SORGARFERLIÐ

Í miðju sorgarferli þurfa aðstandendur að huga að mörgum
mikilvægum atriðum er varða útför ástvinar þeirra.

VISTVÆNN ÚTFARARBÍLL

HARPA útfararstofa er með fyrsta vistvæna útfararbílinn á Íslandi.
Hann gengur fyrir metan.

HARPA útfararstofa opnaði í ársbyrjun 2014. Stofan er til húsa í Kirkjulundi 19 Garðabæ.

Harpa Heimisdóttir - útfararstjóri

Harpa Heimisdóttir - útfararstjóri

Sími: 842 0204

Brynja Gunnarsdóttir - útfararstjóri

Brynja Gunnarsdóttir - útfararstjóri

Sími: 821 2045

Svavar Ásbjörnsson - útfararþjónusta

Svavar Ásbjörnsson - útfararþjónusta

Sími: 618 3909

Við fráfall ástvinar

Hjá flestum okkar er fráfall ástvina það erfiðasta sem við upplifum. Sorgin er ekki ein tilfinning heldur tilfinningaferli og þrátt fyrir það hversu ólík við erum þá raðast tilfinningar í sorgarferlinu ótrúlega líkt hjá okkur öllum.

Fyrstu tímana eða dagana eftir andlát náins ættingja eða vinar eru flestir í áfalli og eiga bágt með að trúa hvað hafi í raun gerst. Óraunveruleikatilfinning er það sem flestir tala um að upplifa fyrst, ásamt ýmsum öðrum tilfinningum. Sorgarviðbrögð eru mismunandi og fólk ber sorg sína á margvíslegan hátt. Því skiptir mjög miklu að þeir sem umgangast aðstandendur sýni þeim ýtrustu nærgætni og virðingu. Spurningarnar eru margar og þá er gott að geta leitað til fagaðila.

Í miðju sorgarferli þurfa aðstandendur að huga að mörgum mikilvægum atriðum er varða útför ástvinar þeirra. Þegar haft er samband við útfararstjóra eða prest þarf að hafa eftirfarandi upplýsingar við höndina um hinn látna: Fullt nafn, kennitala, lögheimili, dánarstaður, dánardagur, staða, nafn aðstandanda, lögheimili hans, kennitala og sími.

HARPA útfararstofa hjálpar aðstandendum við að skipuleggja og hafa umsjón með öllu sem útförinni fylgir, með natni og umhyggju að leiðarljósi. Stofan sér einnig um borgaralegar útfarir sem eru án þjónustu prests. Allir eiga rétt á legstað í kirkjugörðum óháð trúfélögum og utan trúfélaga.

Prestur

PRESTUR

Aðstandendur velja prest til að sjá um útförina og útfararstjóri setur sig í samband við hann. Í samráði við prest er staður og stund fyrir kistulagningarbæn og útför ákveðin.

STAÐUR OG STUND

Kistulagning fer fram alla virka daga frá kl. 09:00 til 15:00 og eftir óskum aðstandenda. Útfarartímar á höfuðborgarsvæðinu eru á virkum dögum kl. 11:00, 13:00 og 15:00.

JARÐARFÖR EÐA BÁLFÖR

Útfararstofan annast bæði jarðarfarir og bálfarir eftir óskum hins látna og aðstandenda.

VAL Á KISTU/DUFTKERI

Stofan er með nokkrar tegundir sem fólk getur valið úr.

SÁLMASKRÁ

Stofan sér um prentun og uppsetningu á sálmaskrám.

LEGSTAÐUR

Ef frátekinn legstaður er ekki fyrir hendi mun útfararstofan útvega legstað í samráði við aðstandendur.

KOSTNAÐUR

Kostnaður við útför getur verið breytilegur eftir því hvaða leiðir eru valdar og fer til dæmis eftir vali á kistu, hvort útför er opinber eða í kyrrþey, bálför eða jarðsetning, með eða án söngfólks og organista, svo eitthvað sé nefnt.

ÖNNUR ÞJÓNUSTA

Tilkynning til fjölmiðla, val á sálmum og tónlistarfólki, blómaskreytingar, dánarvottorð, kross á leiði, erfidrykkja. Flutningur á kistu milli landshluta. Flutningur á kistu til og frá íslandi.

Verðskrá

Kistur frá 75.000 kr. m/vsk
Duftker frá 18.900 kr. m/vsk
Leiðismerking frá 22.537 kr. m/vsk
Sæng og koddi frá 14.900 kr. m/vsk
Blómaskreyting á kistu frá 29.000 kr. m/vsk
Blómakrans frá 35.000 kr. m/vsk
Altarisblóm frá 11.000 kr. m/vsk
Sálmaskrár 100 stk
Einblöðungur 25.300 kr. m/vsk
Þríbrot 56.970 kr. m/vsk
Útfararþjónusta frá 90.000 kr. – 158.000 kr.
Streymisþjónusta 106.664 kr.

Útfararþjónusta og tónlistarfólk er undanskilið virðisaukaskatti.

Myndir – Kistur

Myndir – Skreytingar